Vissir þú?

ÍR-ingar áttu lengi markamet í Íslandsmótinu í handknattleik. Jóel Sigurðsson, síðar Íslandsmethafi í spjótkasti, skoraði 15 mörk er ÍR lagði Fram 26:6 í 2. flokki á Íslandsmótinu í leik sem háður var í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar sunnudaginn 7. apríl 1940. Met Jóels stóð í 18 ár eða þar til annar ÍR-ingur, Gunnlaugur Hjálmarsson, bætti það 1958. Skoraði hann 16 mörk í leik gegn Aftureldingu á Íslandsmótinu 1958 en leikinn unnu ÍR-ingar 40:23.

X