ÍR-ingurinn Aron Anh Ky Huynh karatekarl ársins 2016

Stjórn Kara­tes­am­bands Íslands hef­ur út­nefnt ÍR-inginn Aron Anh Ky Huynh karatekarl ársins 2016 og Maríu Helgu Guðmunds­dótt­ur Þórshamri kara­tekonu árs­ins 2016.

Í fréttatilkynningu frá Karatesambandi Íslands kemur þetta fram:

Kara­tekarl árs­ins: Aron Anh Ky Huynh – kara­te­deild ÍR

Aron Anh er einn efni­leg­asti kara­temaður sem hef­ur komið fram síðustu ár, er jafn­víg­ur á keppni í kata og kumite. Aron Anh er nú­ver­andi bikar­meist­ari á sínu fyrsta keppnis­ári í full­orðins­flokki auk þess að vera Íslands­meist­ari ung­linga bæði í kata og kumite. Aron Anh er einnig bikar­meist­ari ung­linga í kata ásamt því að vera í verðlauna­sæt­um bæði á ung­linga- og full­orðins­mót­um í kata og kumite.

Helstu af­rek Aron Anh á ár­inu 2016 voru;
1.       Bikar­meist­ari karla 2016
2.       Íslands­meist­ari í kumite pilta 16-17 ára -68 kg
3.       Íslands­meist­ari í kata pilta 16-17 ára
4.       Bus­hido-bikar­meist­ari í kata 16-17 ára ung­linga
5.       Silf­ur á Íslands­meist­ara­móti í kumite -67 kg flokki
6.       Brons á Íslands­meist­ara­móti í kata karla
7.       3ja sæti í Bus­hido-bikar­mótaröð í kumite pilta 16 og 17 ára
8.       Brons á Íslands­meist­ara­móti í hópkata tán­inga 16 og 17 ára
9.       Gull í kata juni­or karla, RIG

Kara­tekona árs­ins: María Helga Guðmunds­dótt­ir – Kara­tefé­lag­inu Þórs­hamri

María Helga hef­ur verið sig­ur­sæl kara­tekona síðustu ár, kepp­ir bæði í kata og kumite. Náði þeim frá­bæra ár­angri að vinna til silf­ur­verðlauna á Norður­landa­meist­ara­móti auk þess að vera bikar­meist­ari kvenna.  María Helga hef­ur keppt er­lend­is með landsliðinu og náð góðum ár­angri, verið m.a. í verðlauna­sæt­um á er­lend­um mót­um eins og sést á ár­angri henn­ar.

María Helga er núna í 223. sæti á heimslista Alþjóðak­ara­tes­am­bands­ins (WKF) í kumite kvenna -55 kg af 438 skráðum kepp­end­um.

Helstu af­rek Maríu Helgu á ár­inu 2016 voru;
1.       Bikar­meist­ari Kvenna 2016
2.       Silf­ur í kumite kvenna -55 kg, Norður­landa­meist­ara­mót
3.       Íslands­meist­ari í -61 kg flokki
4.       Brons á Íslands­meist­ara­móti í kumite opn­um flokki kvenna
5.       Brons á Íslands­meist­ara­móti í kata kvenna
6.       Gull í kumite -55 kg, Swed­ish Kara­te open
7.       Brons í kata kvenna, Swed­ish Kara­te open
8.       Silf­ur í -61 kg, Czezch Kara­te Open Cup
9.       Brons í opn­um flokki, Czezch Kara­te Open Cup
10.   Gull í liðakeppni, Czezch Kara­te Open Cup
11.   Brons í kata kvenna, RIG

Höf: Þráinn Hafsteinsson

Mynd: KAÍ

X