Ivan Óli Santos og Sveinn Gísli Þorkelsson, báðir fæddir 2003 eru í hópi 15 drengja sem valdir hafa verið til að taka þátt fyrir hönd Reykjavíkur í Norðurlandamóti höfuðborga dagana 28.maí – 02.júní en mótið fer fram í Osló.
Við óskum drengjunum tveim innilega til hamingju með valið og vitum að þeir verða ÍR og Reykjavík til sóma á erlendri grund.