Ágætu ÍR- ingar
Á aðalfundi félagins þann 26.apríl sl. kom upp sú hugmynd að gaman væri að ÍR-ingar myndu hittast reglulega í hádeginu yfir súpuskál eða léttri máltíð í ÍR heimilinu.
Við ætlum að grípa boltann og koma hugmyndinni í framkvæmd. Stefnum á fyrsta súpuhádegið þann 5.maí n.k. kl. 12:00.
Á boðstólum verður kjarngóð súpa, gott brauð og kaffi á eftir fyrir þá sem vilja. Verðinu verður stillt í hóf og ætlum við að innheimta 500 krónur á mann.
Við rennum algerlega blint í sjóinn með þátttöku en þetta er hugsað fyrir alla ÍR-inga sem komast frá í hádeginu og viljum við biðja ykkur að koma boðum um þennan viðburð til ykkar fólks, þjálfara , iðkenda og stuðningsfólk sem hugsanlega vildi taka þátt í uppákomunni.
Til þess að eiga nú nógan mat biðjum við fólk að skrá sig með tölvupósti á netfangið ir@ir.is í síðasta lagi fyrir kl. 10:00 þann 4. maí og vonumst til að sem flestir komi og setjist niður með okkur.