Öflugir ÍR-ingar heiðraðir

Sjö öflugir ÍR-ingar voru sæmdir heiðursmekjum ÍR á aðalfundi félagsins sem haldinn var 26. apríl sl.

Auður Björg Sigurjónsdóttir og Hólmgeir Einarsson voru sæmd heiðursfélaganafnbót sem er æðsta viðurkenning sem félagið veitir félagsmönnum sínum.  Bæði hafa þau unnið að framgangi íþróttanna innan ÍR í áratugi, Auður fyrir skíðaíþróttina og Hólmgeir að framgangi handknattleiksins.
Bjarni Fritzson, Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson, Sturla Ásgeirsson, Brynjar Valgeir Steinarsson og Gísli Vilborgarson voru sæmdir silfurmerki ÍR fyrir frábær störf í þágu félagsins.  Gísli fyrir störf að framgangi júdóíþróttarinnar og hinir fjórir fyrir störf í þágu handknattleiks hjá ÍR.

Ofantöldum eru þökkuð ómetanleg og fórnfús störf í þágu félagsins og óskað til hamingju með verðskuldaðar viðurkenningar.

X