Ingigerður endurkjörinn formaður ÍR

Ingigerður Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður aðalstjórnar ÍR á aðalfundi félagsins sem haldinn var í ÍR-heimilinu 26. apríl.  Aðrir í stjórn voru kosnir Magnús Valdimarsson, Sigurður Albert Ármannsson, Þorsteinn Magnússon og Reynir Leví Guðmundsson og varamenn í stjórn Arndís Ólafsdóttir og Agnar Sveinsson.

Í veglegri ársskýrslu sem lögð var fram á fundinum kemu m.a. fram að allar deildir félagsins eru í sókn, iðkendafjöldi fer vaxandi og gæði starfsins aukast jafnt og þétt. Afreksfólk og afrekslið ÍR er í fremstu röð á landsvísu í fjölda íþróttagreina og vaxandi fjöldi afrkesmanna félagsins hefur gert sig gildandi í alþjóðlegum samanburði með Anítu Hinriksdóttur í fararbroddi.

Fjárhagsleg staða félagsins er traust og rekstrartölur aðalstjórnar og deilda sína að vel er haldið á spöðunum.   Velta aðalstjórnar og deilda árið 2016 var um 380.000.000.

ÍR-ingar eru því greinilega tilbúnir til að bæta íþróttastarfið kröftuglega með nýrri og betri íþróttaaðstaðu sem tekin verður í notkun á komandi árum.

X