Í gær lauk Íslandsmóti einstaklinga í keilu með forgjöf. Úrslitakeppnin fór þannig fram að efstu 6 keilarar í karla- og kvennaflokki kepptu maður á mann og eftir það fóru þrír efstu í úrslit. ÍR átti fjóra fulltrúa í kvennaflokki þær Berglindi Schewing, Elvu Rós Hannesdóttur, Halldóru Í Ingvarsdóttur og Önnu Sigríði Magnúsdóttur. Í karlaflokki voru það Birgir Guðlaugsson og Jóhann Á Jóhannsson sem kepptu fyrir ÍR.
Anna Sigríður sigraði keppnina í kvennaflokki en eftir undanúrslitin fóru þrír efstu í hvorum flokki í úrslitin þar sem lægsti keilarinn datt út eftir einn leik. Elva Rós náði inn í þriggja kvenna úrslit en náði sér ekki á strik þar og endaði því í 3. sæti sem er engu að síður glæsilegur árangur en Elva er aðeins 14 ára gömul. Birgir og Jóhann enduðu svo í 5. og 6. sæti í karlaflokki.
Óskum Önnu til hamingju með sigurinn og Elvu til hamingju með bronsið.