Fjölmenni í 110 ára afmælishófi ÍR

Laugardaginn 11. mars sl. voru liðin 110 ár frá stofnun ÍR.  Félagsmenn héldu upp á daginn með fjölbreyttri dagskrá um allt Breiðholt, í Laugardalshöll og Egilshöll með keppni, sýningum og æfingum í öllum tíu íþróttagreinunum sem stundaðar eru innan ÍR.
Endapunktur dagskrárinnar á afmælisdaginn var svo afmælishóf í ÍR-heimilinu þar sem vel á þriðja hundrað manns mættu til að fagna þessum tímamótum.  Meðal gesta í hófinu voru, borgarstjórinn í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur Ingvar Sverrisson og Gunnlaugur Júlíusson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sem allir ávörpuðu samkomuna.  Ingavar sæmdi þau Úlfar Steinsdórsson og Þórdísi Gísladóttur gullmerki ÍBR.  Til afmælishófsins var einnig boðið heiðursfélögum ÍR, þjálfurum og stjórnarmönnum allra deilda félagsins í dag.
Jóhannes Karls Sveinsson stjórnaði samkomunni, Gunnar Páll Jóakimsson fjallaði um 110 ára sögu ÍR í fróðlegu erindi, Þráinn Hafsteinsson sagði frá starfsemi félagsins og sterkri stöðu þess í dag og Ingigerður Guðmundsdóttir formaður aðalastjórnar sagði frá fyrirhugaðri aðstöðuuppbyggingu á ÍR svæðinu. Fjöldi ÍR-inga voru heiðraðir fyrir frábær störf í þágu félagsins með silfur og gull merkjum ÍR og fjórir einstaklingar voru sæmdir heiðursfélaganafnbót sem er æðsta viðurkenning sem félagið veitir félagsmönnum sínum.  Eftiirtaldir hlutu viðurkenningar:
110 4
Heiðursfélagar ÍR:

Jóhannes Karl Sveinsson

Gunnar Páll Jóakimsson

Bragi Björnsson

Þórdís Gísladóttir

110 3

Gullmerki ÍR:
Sigrún I. Kristinsdóttir

110 2

Silfumerki ÍR:

Sigurður Þorsteinsson

Jóhannes Guðlaugsson

Steina Þór Guðjónsson

Hilmar Sigurjónsson

Davíð Wíum

Helgi Björnsson

Halla Þorvaldsdóttir

Gauti Höskuldsson

Auður Árnadóttir

Sigríður Fanndal

Sigríður Klemensdóttir

Halldóra Íris Ingvarsdóttir

Guðmundur Jóhann Kristófersson
Ásgeir Ásgeirsson

Jóhann Gíslason

Arnar Bragason

110 6

Ingigerður Guðmundsdóttir formaður ÍR

ávarpar afmælisgesti.

 

X