Fyrri dagur Stórmóts ÍR fór vel fram í Laugardalshöll í dag. Óteljandi persónuleg met voru bætt og nokkur aldursflokka- og mótsmet voru tekin. Meðal annars gerði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR sér lítið fyrir og sigraði 200m hlaup í flokki 16-17 ára á tímanum 24.50 sek. Með þeim tíma bætti hún Íslandsmet í flokki 16-17, 18-19 ára, mótsmetið og á hraðasta tíma íslenskrar konu það sem af er árinu. ÍR-ingarnir Tíana Ósk Whitworth og Helga Margrét Haraldsóttir náðu öðru og þriðja sæti í hlaupinu og bættu sig báðar.
Fleiri ÍR-ingar stóðu sig með prýði í dag en alls eru 106 iðkendur frá ÍR skráðir til leiks auk fjölda barna í krakkaþrautunum sem eru hluti af mótinu báða dagana. Frekari úrslit frá mótinu í dag má nálgast hér
Þar að auki eru ÍR-ingar að standa sig ver á erlendri grundu þessa dagana. Hlynur Andrésson er óstöðvandi þessa dagana en um síðustu helgi setti hann Íslandsmet í 3000m hlaupi og var innan við 2 sek frá EM lágmarki. Í gær, föstudaginn 10. febrúar, setti hann nýtt met í 1 mílu (1609m) hlaupi á Grand Valley State mótinu í Michigan í Bandaríkjunum. Hann hljóp á 4.05,78 mín og varð 4. af 49 keppendum. Eldra metið, 4:06,46 mín, átt Hlynur sjálfur frá 12.02.2016 á þessu sama móti.
Ívar Kristinn Jasonarson hljóp fyrir hönd Íslands með sameiginlegu liði Dana og Íslendinga á Norðurlandamótinu í Finnlandi í dag. Hann hljóp á 48,41 sek og varð annar í sínum riðli en í fimmta sæti í heildina.