Aníta Hinriksdóttir ÍR verður meðal keppenda á Copernicus boðsmótinu sem fram fer í Torun í Pólandi í kvöld. Meðal þátttakenda í hlaupinu eru þær Joanna Józwik frá Póllandi sem á best 2:00;01 en 2:00;91 ársbest og Maryana Arzamasova frá Hvíta Rússlandi sem á best 2:00;79 en 2:01;98 ársbest. Aníta á þriðja besta tímann í hlaupinu en hún bætti Íslandsmet sitt um síðustu helgi þegar hún hljóp á 2:01;18 mín. Sá tími dugir henni í annað sæti á heimslistann það sem af er árinu.
Það má búast við hörkuspennandi hlaupi hjá þessum heimsklassa hlaupurum. Hægt er að fá frekari upplýsingar um þetta sterka mót í Póllandi hér
ÍR-ingar óska Anítu góðs gengis í kvöld.