Kæru þorrablótsgestir, þorrablótsnefnd og ÍR-ingar þvert um heimsbyggðina. Við höfum dregið í Þorrabót, happdrætti boltagreina á Þorrablóti ÍR og hér má sjá vinningsnúmer ársins. Vinningshafar eru beðnir um að senda okkur skilaboð með mynd af miðanum sem inniheldur eitthvert þessara númera.
Þetta var virkilega skemmtilegt og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn á sama tíma og við óskum sigurvegurum til hamingju með vinninginn.
Knattspyrnudeild-, körfuknattleiksdeild og handknattleiksdeild ÍR þakkar gestum blótsins og öðrum sjálfboðaliðum fyrir þennan magnaða stuðning. Við getum ekki beðið eftir næsta þorrablóti ÍR!
Vinningarnir eru eftirfarandi:
1. Vinningur:
– 200.000kr gjafabréf frá Icelandair
– Ársmiði á boltagreinar út árið 2026 fyrir tvo
– 250.000kr gjafabréf hjá sölulaunum hjá Netbifreiðasölunni
– 12 skipta klippikort á Bón og þvottastöðina
– Árituð treyja af meistaraflokki karla í körfu
2. Vinningur:
– Borð á næsta Þorrablóti
– 12 skipta klippikort hjá Bón og þvottastöðinni
– Ársmiði á boltagreinar út árið 2026 fyrir tvo
– Árituð treyja af meistaraflokki kvenna í handbolta
3. Vinningur
– Premium gisting fyrir tvo á Hótel Örk
– 12 skipta klippikort hjá Bón og þvottastöðinni
– Ársmiði á boltagreinar út árið 2026 fyrir tvo
– Árituð treyja af meistaraflokki kvenna í fótbolta
4. Vinningur
– Ársmiði á boltagreinar út árið 2026 fyrir tvo
– Árituð treyja af meistaraflokki karla í fótbolta
5. Vinningur
– Ársmiði á boltagreinar út árið 2026 fyrir tvo
– Árituð treyja af meistaraflokki kvenna í körfubolta
6. Vinningur
– Skartgripir Gullkúnst
– Snyrtivörur frá ChitoCare
– Árituð treyja af meistaraflokki karla í handbolta
ÁFRAM ÍR!