ÍR-inga fjölmennastir í unglingalandsliðinu í frjálsum

Frjálsíþróttasamband Íslands valdi í vikunni 63 unglinga á aldrinum 15-19 ára í unglingalandsliðshóp. Til að verða fyrir valinu í hópinn þarf að ná strembnum lágmörkum sem hækka með hverju árinu sem líður frá 15-19 ára. Úr þessum hópi eru svo valdir keppendur á Norðurlandamót, EM og HM unglinga í frjálsíþróttum.

Gleðilegt er að sjá að ÍR-ingar eiga fjölmennasta hóp allra félaga á landinu  í unglingalandsliðshópnum alls 14 einstaklinga, 7 pilta og 7 stúlkur sem ber vott um mjög öflugt unglingastarf hjá ÍR í frjálsíþróttum um þessar mundir.

Hamingjuóskir til meðlima ÍR í unglingalandsliðinu og þjálfara þeirra.

Sjá nánar hér: https://fri.is/afreksmal/unglingar/urvalshopur-fri/

Á myndinni eru tvær unglingalandsliðsstúlkur ÍR þær Birna Jóna Sverrisdóttir til vinstri og Eir Chang Hlésdóttir til hægri ásamt Ísold Sævarsdóttur úr FH fyrir miðju.

X