ÍR-ingar fjölmennastir á Silfurleikum

28. Silfurleikar ÍR í frjálsíþróttum fóru fram sl. laugardag með 570 þátttakendum 5-17 ára frá 27 félögum víðsvegar að af landinu.

Heiðursgestur leikanna Einar Vilhjálmsson Íslandsmethafi í spjótkasti afhenti öllum verðlaunahöfum sér steypta verðlaunapeninga Silfurleikkanna.

Fjögur aldursflokkamet voru sett Sigurður Ari Orrason ÍR bætti aldursflokkametið í 200m pilta 13 ára og hljóp á 24.76 sek.

Anna Metta Óskarsdóttir Selfossi bætti aldurflokkametið í þrístökki í 14 og 15 ára flokki stúlkna og stökk 11.46m. Benedikt Gunnar Jónsson ÍR bætti aldursflokkametið í kúluvarpi pilta 15 ára með kasti upp á 18.28m með 4kg. Kúlu.

ÍR-ingar fjölmennastir og unnu flest verðlaun

ÍR-ingar áttu fjölmennasta keppendahóp allra félaga á leikunum eða 87 sem er fjölgun um 20 frá í fyrra. Ármenningar komu næstir með 86 keppendur.ÍR-ingar unnu líka flest verðlaun eða 50, þar af 20 gullverðlaun í einstaklingsgreinum. FH vann 19 verðlaun þar af 3 gull og Selfoss 18 verðlaun þar af 9 gull.

Um 100 dómarar og starfsmenn sáu til þess að mótið gekk mjög vel fyrir sig en þegar mest var í gangi voru um 250 krakkar að keppa samtímis í 14 mismunandi greinum. Ætla má að vel á annað þúsund manns, áhorfendur, keppendur og starfsmenn hafi verið í húsinu þegar mest var.

 

X