Leikfimi eldri borgara

Leikfimi fyrir eldri borgara hjá ÍR byrjar aftur mánudaginn 26. Ágúst. Núna eru tímarnir á  mánudögum og miðvikudögum frá 10-11. Kennt er inn í knatthöllinni á gervigrasi. Góðar þol- og styrktaræfingar sem allir geta aðlagað að eigin getur. Leikfimin er styrkt af Reykjavíkurborg og þátttakendum að kostnaðarlausu en mikilvægt er að vera skráður í leikfimina hjá ÍR og fer skráning fram í tímunum sjálfum á næstu vikum.

X