Meistarakeppni ÍR í keilu fór fram í dag

Í dag fór fram hin árlega Meistarakeppni ÍR í keilu en mótið er uppskeruhátíð ÍR-inga í keilu. Spiluð er ein þriggja leikja sería og að lokum fara 4 efstu karlar, 4 efstu konurnar og 4 efstu þar fyrir utan með forgjöf í úrslitin. Úrslitin eru spiluð þannig að efsta sætið mætir 4. sætinu og sæti 2 og 3 leika sín á milli. Sigra þarf einn leik til að komast í úrslitaleikinn og er sigurvegarinn þar krýndur ÍR meistarinn það árið.

Það voru þau Hlynur Örn Ómarsson og Nanna Hólm Davíðsdóttir sem sigruðu sinn flokk en Guðbjörn Joashua Guiðjónsson vann forgjafarflokkinn. Í öðru sæti í karla flokki varð Þórarinn Már Þorbjörnsson og í 3. sæti urðu þeir Hinrik Óli Gunnarsson og Svavar Þór Einarsson. Í öðru sæti í kvennaflokki varð Bára Ágústsdóttir og í þriðja sæti urðu þær Halldóra Í Ingvarsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir. Í forgjafarflokki varð Böðvar Már Böðvarsson í 2. sæti og í 3. sæti urðu þau Guðmundur Jóhann Kristófersson og Karítas Róbertsdóttir.

Verðlaunin í ár voru í boði Nettó þar sem Valdimar Guðmundsson kom og aðstoðaði sem og Pepsi Max og þökkum við stuðningsaðilum kærlega fyrir ómetanlegan stuðning í vetur.

Þetta mót markar eins og segir lok keppnistímabils ÍR-inga og þakkar keiludeildin öllum keilurum, foreldrum unganna okkar og öðrum kærlega fyrir veturinn.

Úrslit mótsins urðu annars þessi:

Úrslit karlar L1
Hlynur Örn Ómarsson 243
Þórarinn Már Þorbjörnsson 198
Úrslit konur L1
Nanna Hólm Davíðsdóttir 188
Bára Ágústsdóttir 151
Úrslit forgjöf L1. án Með forgj.
Guðbjörn Joshua Guðjónsson 225 231
Böðvar Már Böðvarsson 107 171
Undanúrslit karlar L1
Hlynur Örn Ómarsson 224
Hinrik Óli Gunnarsson 196
Þórarinn Már Þorbjörnsson 216
Svavar Þór Einarsson 157
Undanúrslit konur L1
Halldóra Í. Ingvarsdóttir 136
Bára Ágústsdóttir 151
Nanna Hólm Davíðsdóttir 215
Linda Hrönn Magnúsdóttir 137
Undanúrslit forgjöf L1. án Með forgj.
Guðbjörn Joshua Guðjónsson 192 231
Guðmundur Jóhann Kristófersson 123 176
Böðvar Már Böðvarsson 130 194
Karitas Róbertsdóttir 138 182
Forkeppnin
Karlar L1 L2 L3 Samt. M.tal.
Hlynur Örn Ómarsson 244 223 223 690 230,0
Þórarinn Már Þorbjörnsson 245 198 204 647 215,7
Svavar Þór Einarsson 179 192 230 601 200,3
Hinrik Óli Gunnarsson 155 158 239 552 184,0
Brynjar Lúðvíksson 149 201 180 530 176,7
Guðbjörn Joshua Guðjónsson 149 167 176 492 164,0
Bharat Singh 143 162 179 484 161,3
Hörður Finnur Magnússon 138 201 141 480 160,0
Adam Geir Baldursson 192 136 150 478 159,3
Skúli Arnfinnsson 143 159 151 453 151,0
Guðmundur Jóhann Kristófersson 167 152 117 436 145,3
Valdimar Guðmundsson 107 139 178 424 141,3
Tristan Máni Nínuson 153 123 136 412 137,3
Böðvar Már Böðvarsson 104 145 153 402 134,0
Unnar Óli Þórsson 89 115 115 319 106,3
Konur L1 L2 L3 Samt. M.tal.
Halldóra Í. Ingvarsdóttir 202 152 188 542 180,7
Nanna Hólm Davíðsdóttir 145 180 201 526 175,3
Linda Hrönn Magnúsdóttir 171 147 205 523 174,3
Bára Ágústsdóttir 155 199 168 522 174,0
Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir 177 161 163 501 167,0
Karitas Róbertsdóttir 180 154 142 476 158,7
Snæfríður Telma Jónsson 136 153 175 464 154,7
Herdís Gunnarsdóttir 128 152 153 433 144,3
Elva Rós Hannesdóttir 137 158 111 406 135,3
Valgerður Rún Benediktsdóttir 114 138 129 381 127,0
Bára Líf Gunnarsdóttir 78 114 103 295 98,3

Myndir frá verðlaunaafhendingu

Meistarakeppni ÍR 2021 – Karlafokkur – Frá vinstri: Hlynur Örn Ómasson, Þórarinn Már Þorbjörnsson, Hinrik Óli Gunnarsson og Svavar Þór Einarsson
Meistarakeppni ÍR 2021 – Kvennaflokkur – Frá vinstri: Nanna Hólm, Bára Ágústsdóttir, Halldóra Í Ingvarsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir

 

Meistarakeppni ÍR 2021 – Forgjafarflokkur- Frá vinstri: Guðbjörn Joshua Guðjónsson, Böðvar Már Böðvarsson, Karítas Róbertsdóttir og Guðmundur (Gandi) Jóhann Kristófersson
Meistarakeppni ÍR 2021 – Aukaverðlaun hæstu leikir utan úrslita – Frá vinstri: Hörður Finnur Magnússon og Snæfríður Telma Jónsson
Meistarakeppni ÍR 2021 – Aukaverðlaun – Hæðstu leikir ungmenna utan verðlaunasæta – Frá vinstri: Adam Gei Baldursson og Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir

 

X