ÍR-PLS eru Íslandsmeistarar karlaliða í keilu graphic

ÍR-PLS eru Íslandsmeistarar karlaliða í keilu

01.06.2021 | höf: Jóhann Ágúst

ÍR-PLS varð í gærkvöldi Íslandsmeistarar karlaliða í keilu er þeir lögðu KFR-Stormsveitina í 3. og síðustu umferð úrslita deildarinnar.  Er þetta 9. Íslandsmeistarattill ÍR-PLS og á ÍR nú tvö sigursælustu karlalið Íslands en ÍR-KLS hefur 11. Íslandsmeistaratitla. ÍR-PLS vann viðureignina við KFR-Stormsveirina samtals með 28 stigum gegn 14 en 21,5 stig þarf til að hampa titlinum. Fyrir síðustu umferðina var ÍR-PLS með 17 stig gegn 11 og þurfti því í raun bara 4,5 sig í lokaumferðinni. Alls eru gefin 14 stig fyrir hverja umferð sem samanstendur af þrem leikjum, 4 stig eru í boði fyrir hvern leik og 2 aukastig eru gefin fyrir hærra heildarskor viðureignar. ÍR-PLS vann fyrsta leikinn í gær 4 – 0 og því komnir með 9 fingur á bikarinn. Í næsta leik tóku þeir 3 stig gegn 1 og þar með var sigurinn í höfn.

Best ÍR-PLS manna í úrslitum spilaði Gunnar Þór Ásgeirsson en hann var með 238,5 að meðltali í leikjunum.

Á myndinni sem fylgir fréttini eru frá vinstri: Bjarni Páll Jakobsson, Einar Már Björnsson fyrirliði, Gunnar Þór Ásgeirsson og Hafþór Harðarson.

Um komndi helgi fer síðan fram úrslitaleikur í Bikarkeppni KLÍ en þar ÍR-PLS keppa við lið ÍA í karlafokki en í kvennaflokki mun lið ÍR-Buff keppa við KFR-Valkyrjur. Hægt verður að fylgjast með upplýsingum úr leiknum á síðu Keilusambands Íslands.

X