Norðurlandamót ungmenna 19 ára og yngri

Merki Norðurlandamóts U20 Umea 2017

Norðurlandamót ungmenna 19 ára og yngri verður haldið í Umeå í Svíþjóð helgina 19.-20. ágúst. Sem fyrr sendir Ísland sameiginlegt lið með Dönum og eru 15 íslensk ungmenni hluti af því liði. Sex keppendur koma frá ÍR, allt stúlkur en Brynjar Gunnarsson, sem þjálfar flestar ÍR stúlkurnar, verður einn fjögurra þjálfara.

Norðurlandamótið var haldið hér heima í fyrra og þá vannst einn titill, en það var Andrea Kolbeinsdóttir sem rúllaði keppinautum sínum upp í 3000m hindrun, Andrea keppir aftur í sömu grein á mótinu í ár. Einnig vann íslenska kvennasveitin í 4 x 100m boðhlaupi til silfurverðlauna á eftirminnilegan hátt og þær Tiana Ósk, Guðbjörg Jóna og Helga Margrét sem skipuðu þá sveit mæta aftur til leiks.

Hér er listi yfir þá ÍR-inga sem keppa á Norðurlandamótinu og þær greinar semþær keppa í, en þetta er fyrsta keppni Rutar fyrir Íslands hönd í landskeppni. Við óskum öllum keppendum góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með spennandi keppni að viku liðinni.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR: 100, 200, 400, 4×100 og 4×400
Tiana Ósk Whitworth ÍR: 100, 200, 4×100 og 4×400
Andrea Kolbeinsdóttir ÍR: 3000 m hindrun og vara í 4×400
Hildigunnur Þórarinsdóttir ÍR: 100 grind og þrístökk, vara í boðhlaup
Helga Margrét Haraldsdóttir ÍR: þrístökk, 4×100 og 4×400
Rut Tryggvadóttir ÍR: sleggjukast

Vefsíða mótsins er http://umea2017.com/

Fríða Rún tók saman

X