Aníta hleypur á HM í dag graphic

Aníta hleypur á HM í dag

10.08.2017 | höf: Kristín Birna

Aníta Hinriksdóttir hefur brátt keppni í 800m á heimsmeistaramótinu í London. Hún keppir í undanrásum í dag kl. 18:25 á íslenskum tíma og er í fimmta riðli af sex á ystu braut. Aníta á best 2:00,05 mín og má segja að möguleikar hennar á að komast áfram séu mjög góðir miðað við það hvað hún hefur hlaupið mörg góð hlaup að undanförnu. Í riðli með Anítu eru þrjár stúlkur sem eiga betri tíma en hún á þessu ári og þekkjum við einna helst Hedda Hynne frá Noregi sem á rétt undir 2 mínútum. Það er því allt opið fyrir Anítu að komast áfram en 3 fyrstu í hverjum riðli og 6 bestu tímar komast áfram í undanúrslit (samtals 24 hlauparar) sem fara fram daginn eftir. 18 stúlkur sem Aníta keppir við á morgun eiga undir 2 mínútum og kemur árangur Anítu 2:00,05 mín næstur á eftir þeirra árangri.

8 stúlkur úr undanúrslitum komast síðan áfram í úrslit sem fara fram á sunnudagskvöldið um kl. 19 að íslenskum tíma.

Við óskum Anítu góðs gengis og viljum auk þess óska Ásdísi og Hilmari til hamingju með frábæran árangur á HM (Ásdís varð í 11. sæti og Hilmar á sýnu fyrsta stórmóti að kasta við sitt besta, en það má lesa betur um það á www.fri.is).

X