Helgina 10. – 11. febrúar fer Meistaramót Íslands 11 – 14 ára fram í Laugardalshöll en yfir 300 keppendur eru skráðir frá um 20 félögum og héraðssamböndum. ÍR sendir 24 keppendur til leiks og keppa þau elstu í 60m, 60m grindahlaupi, 600m, langstökki, hástökki og þrístökki, kúluvarpi og 4 x 200m boðhlaupi þar sem blandaðar sveitir tveggja stúlkna og tveggja drengja frá hverju liði etja kappi. 11 – 12 ára keppa í 400m í stað 600m og ekki í grindahlaupi eða þrístökki.
Búast má við mjög spenanndi keppni í mörgum greinum og munu ÍR-ingar blanda sér í top baráttuna í mörgum greinum sem og í stigakeppni félaga þar sem barist er um flest stig í öllum aldursflokkum, pilta og stúlkna þar sem 10 efstu hljóta stig. Einnig verður Íslandsmeistari félagsliða krýndur en þar verður við ramman reip að draga fyrir okkar fólk. Ókeypis er inn á mótið sem stendur frá kl. 9 – 16 báða daga. Hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins hér http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionEvents.aspx?Code=M-00001275
Við óskum okkar unga íþróttafólki góðs gengis um helgina