Körfuknattleiks- og frjálsíþróttakonan Hanna Þráinsdóttir hefur verið tilnefnd í hóp þrjátíu bestu íþróttakvenna í bandarísku háskólunum á þessu ári, en úr þeim hópi verður valin kona ársins í janúar 2023. Hanna Þráinsdóttur er fyrrum leikmaður meistaraflokks ÍR auk þess sem hún stóð sig með miklum ágætum í frjálsíþróttum undir merkjum félagsins.
Það er Háskólaíþróttasamband Bandaríkjanna (NCAA) sem stendur að valinu og Hanna hefur verið boðuð til verðlaunahátíðar NCAA sem haldin verður í San Antonio í Texas í janúar. Við valið er tekið tillit til fjögurra megin þátta sem eru íþróttaárangur, námsárangur, leiðtogahæfileikar og samfélagsleg virkni.
Hanna er fyrsta íslenska konan sem hefur hlotið slíka tilnefningu en hún lauk námi frá Georgian Court University í vor. Samkvæmt tölum frá Háskólaíþróttasambandi Bandríkjanna frá 2020 eru 1.098 háskólar aðilar að sambandinu og þeir reka íþróttadeildir með samtals 24 íþróttagreinum í karla og kvennaflokki, með 504.000 íþróttamönnum, þar af 223.000 konum.
Sjá frétt á mbl.is