RIG 2017 verður haldið dagana 2. til 5. febrúar í Keiluhöllinni Egilshöll. Úrslitakeppnin fer fram sunnudaginn 5. febrúar og verður í beinni á RÚV frá kl. 15:30 til 17:00. Skráning er hafin í mótið og fer fram hér á vefnum, athugið að takmörkun er á þátttakendum í hvern riðil og að skráningafrestur er í hvern riðil fyrir sig.
Erlendir gestir
- Chris Sloan – Írland – 2. sætið á AMF World Cup í Shanghai 2016 / Yfir 30 300 leikir í meir en 10 löndum
- Peter Hellström – Svíþjóð – Landsliðsmaður – Silfur í liðakeppni á EM í Vín 2016
- Pontus Anderson – Svíþjóð – 2. á PBA/WBT Qatar Open 2016 / Efnilegasti ungi Svíinn í keilunni í dag
- Matthias Möller – Svíþjóð – Góðkunningi RIG mótanna
- Matti Person – Svíþjóð – Liðsmaður Höganes
- Simon Staal – Svíþjóð – Liðsmaður Höganes
Mótafyrirkomulag:
- Forkeppni er 6 leikja sería
- 24 efstu eftir forkeppni komast í útsláttarkeppnina
- Sæti 9 til 24 (16 keilarar) keppa fyrst maður á mann, tveir leikir unnir, raðað eftir sætaröð
- Sæti 1 til 8 koma síðan inn og keppt er aftur maður á mann (16 keilarara), tveir leikir unnir, raðað eftir sætaröð
- Undanúrslit og úrslit verða í beinni útsendingu á RÚV – Útsending hefst kl. 15:30
- Leikið er áfram uns tveir keilarar leika úrslitaleikina
Olíuburður í mótinu verður HIGH STREET – 8144 (44fet)
Nánari upplýsingar um mótið eru hér á síðunni.