ÍR keilarar á Opna írska meistaramótinu graphic

ÍR keilarar á Opna írska meistaramótinu

18.01.2017 | höf: Jóhann Ágúst

Fimm afreksíþróttamenn og konur frá Keiludeild ÍR taka þátt í Opna Írska Meistaramótinu núna um helgina sem er hluti af Evrópumótaröðinni í keilu. Yfir 200 manns eru skráðir í mótið og komast 62 í gegnum fyrsta niðurskurð en gefin eru peningaverðlaun fyrir 32 efstu sætin í mótinu. Þeir sem fara eru þau Alexander Halldórsson, Einar Már Björnsson, Guðný Gunnarsdóttir, Linda Hrönn Magnúsdóttir og Stefán Claessen. Hægt er að fylgjast með gengi þeirra inn á heimsíðu mótsins: http://www.tenpinbowling.ie/irishopen.html
Við óskum þeim góðs gengis.

X