- Ársþing KLÍ var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal sunnudaginn 12. maí kl. 12:00
Þingstörfin gengu vel. Þingforseti var Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og þingritari var Jónína Björg Magnúsdóttir.
Formaður sambandsins Jóhann Ágúst Jóhannsson fór yfir skýrslu stjórnar og helstu þætti í starfseminni og Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir gjaldkeri kynnti ársreikninginn.
Í lok þingsins færði formaður Svavari Þór Einarssyni silfurmerki KLÍ fyrir störf sín
og Guðmundur Sigurðsson formaður KFA hlaut gullmerki KLÍ fyrir sín störf.
Jóhann Ágúst Jóhannsson formaður KLÍ og Svavar Þór Einarsson
Fulltrúar ÍR á þinginu voru :
Guðmundur Jóhann Kristófersson Kjörbréfanefnd
Stefán Claessen Laga og leikreglnanefnd
Linda Hrönn Magnúsdóttir Laga og leikreglnanefnd
Bergþóra Rós Ólafsdóttir Allsherjarnefnd
Halldóra Íris Ingvarsdóttir Fjárhagsnefnd
Böðvar Már Böðvarsson Kjörnefnd
Svavar Þór Einarsson
Sigríður Klemensdóttir
Ástrós Pétursdóttir
Hlynur Örn Ómarsson
Varafulltrúar
Daníel Ingi Gottskálksson
Þórarinn Már Þorbjörnsson