Körfuknattleiksdeild ÍR stendur fyrir sínu árlega Nettómóti í körfubolta um helgina í Hertz-hellinum, íþróttahúsi Seljaskóla. Þátttakendur verða um 600 á aldrinum 6-10 ára frá félögum vítt og breytt um landið í um 130 liðum.
Leikið verður í 2×10 mínútur en 6-7 ára börn leika þrjú á móti þremur, 8-10 ára leika fjórir á móti fjórum. Nettómótinu er ætlað að gefa börnum í körfubolta tækifæri til að taka þátt í stórum viðburði þar sem leikgleðin og jákvæð upplifun er í fyrirrúmi.
Leikmenn úrvalsdeildarliðs ÍR sjá um dómgæslu á mótinu og sjálfboðaliðar deildarinnar um skipulag og alla framkvæmd.
Vinsældir mótsins fara vaxandi ára frá ári og stefnir í mikið fjör um helgina í Hertz-hellinum. Allir velkomnir.