ÍR mun leika til úrslita við KR á Íslandsmóti karla í körfubolta eftir að hafa sigrað Stjörnuna í oddaleik á útivelli í gærkvöldi. ÍR vann einvígið 3:2.
Leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta en Stjarnan var einu stigi yfir, 21:20, að honum loknum. Í öðrum leikhluta byrjaði Stjarnan betur en okkar menn í ÍR náðu að snú því við og var staðan í hálfleik 50:37 fyrir ÍR.
Í upphafi seinni hálfleiks hélt ÍR áfram að bæta forskot sitt og þegar þriðji leikhluti var tæplega hálfnaður var munurinn orðinn 19 stig. Stjörnunni tókst hins vegar að minnka muninn niður í 10 stig fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Mikil spenna var í síðasta leikhluta þar sem Stjarnan náði að minnka muninn niður í fjögur stig þegar 44 sekúndur voru til leiksloka. Stjarnan komst hins vegar ekki nær og ÍR hrósaði því sigri.
ÍR vann síðast Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla árið 1977 eða fyrir 42 árum. Gaman væri því að sjá titillinn enda í Breiðholtinu í ár.
Úrslitin hefjast 23. apríl.
23. apríl – Leikur 1: KR-ÍR kl. 19:15
26. apríl – Leikur 2: ÍR-KR kl. 20:00
29. apríl – Leikur 3: KR-ÍR kl. 19:15
2. maí – Leikur 4: ÍR-KR kl. 19:15
4. maí – Leikur 5: KR-ÍR kl. 20:00
ÍR óskar strákunum innilega til hamingju og hvetur alla til að styðja við þá í úrslitarimmunni.
Upplýsingar og mynd:mbl.is