Hlaupanámskeið í september og október fyrir byrjendur
Byrjendanámskeið Skokkhóps ÍR hefst mánudaginn 3. september og stendur út október. Hlaupið verður frá ÍR heimilinu á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30.
Námskeiðið hentar byrjendum í hlaupum á öllum aldri og getustigum.
Þjálfari hópsins er Sara Björk Lárusdóttir íþróttafræðingur.
Verð kr. 20.000 kr og innifalið í gjaldinu er skráning í Skokkhóp ÍR eftir að námskeiðinu lýkur og til áramóta.