Bergrún með þrjú verðlaun graphic

Bergrún með þrjú verðlaun

28.08.2018 | höf: Kristín Birna

Eins og fram hefur komið á heimasíðu okkar nældi Bergrún Ósk sér í þrjú verðlaun á Evrópumóti fatlaðra í frjálsum íþróttum í síðustu viku. Hún vann til silfurverðlauna í langstökki og bronsverðlauna í  bæði 100m og 200m hlaupi. Þetta var fyrsta stórmót Bergrúnar enda er hún aðeins 17 ára að aldri svo það verður heldur betur gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.

Þegar Bergrún kom heim til Íslands tóku María Stefánsdóttir (formaður Frjálsíþróttadeildar ÍR) og Kristín Birna Ólafsdóttir (yfirþjálfari Meistaraflokks) á móti Bergrúnu við byggingu ÍSÍ í Laugardalnum.

Við óskum Bergrúnu öll innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og fylgumst spennt með næstu árum hjá þessari ungu afrekskonu.

X