ÍR-ingarnir Andrea Kolbeinsdóttir, Arnar Pétursson og Elín Edda Sigurðardóttir verða í eldlínunni á HM í hálfu maraþoni sem fer fram í Valencia á Spáni á morgun, laugardag.
Þetta er í þriðja sinn sem Arnar tekur þátt í HM í hálfu maraþoni. Á mótinu fyrir tveimur árum hljóp hann á sínum besta tíma 1:08:02 klst og hafnaði í 67. sæti, en bæði Andrea og Elín Edda taka nú þátt í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti. Elín Edda varð Íslandsmeistari í hálfu maraþoni sl. sumar þegar hún sigraði hálfu í maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu á tímanum 1:21:25 klst. Andrea, sem er aðeins 19 ára, náði sínum besta árangri í hálfu maraþoni í haustmaraþoninu þegar hún hljóp á tímanum 1:22:34 klst og bætti sig um rúmlega 10 mínútur.
Samhliða heimsmeistaramótinu fer fram almenningshlaup þar sem þrír ÍR-ingar til viðbótar eru skráðir til leiks, þeir Vilhjálmur Þór Svansson, Vignír Már Lýðsson og Þórólfur Ingi Þórsson.
Við óskum hlaupurnum góðs gengis á morgun.