Í gær fór fram aðalfundur Frjálsíþróttadeildar ÍR. Þar var farið yfir ýmis mál en meðal annars voru veittar viðurkenningar fyrir afrek á árinu. Eftirfarandi eru þau sem fengu viðurkenningar:
Frjálsíþróttakarl ÍR – Guðni Valur Guðnason
Frjálsíþróttakona ÍR – Aníta Hinriksdóttir
Besti kvenhlaupari ÍR – Aníta Hinriksdóttir
Besti karlhlaupari ÍR – Hlynur Andrésson
Besti kvenstökkvari ÍR – Hulda Þorsteinsdóttir
Besti karlstökkvari ÍR – Þorsteinn Ingvarsson
Besti kvenkastari ÍR – Thelma Lind Kristjánsdóttir
Besti karlkastari ÍR – Guðni Valur Guðnason
Besti fjölþrautamaður ÍR – Tristan Freyr Jónsson
Mestu framfarir – Benjamín Jóhann Johnsen
Efnilegustu íþróttamenn ÍR 15 – 17 ára – Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og
Tiana Ósk Whitworth
Efnilegasti íþróttamaður ÍR 11 – 14 ára – Helena Rut Hallgrímsdóttir
Þar að auki steig Margrét Héðinsdóttir til hliðar sem formaður deildarinnar. Hún hefur sinnt því starfi í 13 ár samfleitt og gert það með mikilli prýði. Margrét nýtur mikillar virðingar meðal ÍR-ingra og allra í frjálsíþróttahreyfingunni fyrir það frábæra starf sem hún hefur unnið. Hún hefur með skynsemi og mikilli útsjónarsemi náð að efla starfið svo um munar og höfum við ÍR-ingar verið með heppin að hafa haft hana í forrystu í öll þessi ár. Margrét er með eindæmum úrræða- og ráðagóð og vita það allir sem hafa unnið með henni hvað er gott að leita til hennar með ýmis mál. Við þökkum Margréti innilega fyrir allt það frábæra starf sem hún hefur unnið fyrir deildina og bjóðum á sama tíma Maríu Stefánsdóttir velkomna í stöðuna.