Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið landslið Íslands vegna ársins 2018. Sem fyrr á ÍR stóran hluta af hópnum.
Hjá konunum voru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir og Tiana Ósk Whitworth valdar til þátttöku í spretthlaupum/grindahlaupum, sem og í 4*100m boðhlaupi. Í millivegalengdum/langhlaupum voru það Andrea Kolbeinsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Elín Edda Sigurðardóttir sem urðu fyrir valinu. Í stökkgreinunum voru valdar þær Hildigunnur Þórarinsdóttir og Hulda Þorsteinsddóttir. Erna Sóley Gunnarsdóttir, Rut Tryggvadóttir og Thelma Lind Kristjánsdóttir voru valdar til þátttöku í kastgreinum en Helga Margrét Haraldsdóttir var ein ÍR-kvenna valin í þraut. Í 4*400m boðhlaupi urðu þær Guðbjörg Jóna, Hrafnhild Eir og Aníta fyrir valinu.
Karlamegin voru þeir Einar Daði Lárusson, Ívar Kristinn Jasonarson og Tristan Freyr Jónson valdir úr hópi ÍR-inga til keppni í spretthlaupum og grindahlaupum og þeir sömu urðu fyrir valinu í 4*100m boðhlaupi. Í millivegalengdum og langhlaupum voru Arnar Pétursson, Hlynur Andrésson og Sæmundur Ólafsson valdir til þátttöku. Þorsteinn Ingvarsson er eini ÍR-ingurinn í hópi karlstökkvara. Þá er Guðni Valur Guðnason eini ÍR-karlinn sem valinn var í kastgreina hópinn og Tristan Freyr Jónsson sá eini meðal þrautakappanna. Ívar Kristinn var valinn í 4*400m boðhlaup.
Frjálsíþróttadeild ÍR óskar íþróttafólkinu innilega til hamingju með valið.
Hópinn í heild má sjá á vef Frjálsíþróttasambandsins.