ÍR-ingar á Góu-móti graphic

ÍR-ingar á Góu-móti

18.03.2018 | höf: María Stefánsdóttir

Góu-mót FH fór fram í Kaplakrika 17. mars sl. Fjöldi ÍR-inga á öllum aldri keppti mótinu sem er eitt það síðasta á innanhúss keppnistímabilinu.

Nokkuð var um bætingar. Til að mynda sigraði Ívar Kristinn Jasonarson í 300m hlaupi á sínum besta tíma til þessa 34,17 sek: Frábær tími hjá Ívari en Íslandsmetið í greininni er 34,05 sek í eigu Trausta Stefánsson FH og er það innan seilingar fyrir Ívar. Í 600m pilta 14 ára sigraði Magnús Örn Brynjarsson á 1:44,23 mín og í kúluvarpi pilta 13 ára sigraði Gabríel Ingi Benediktsson með nokkrum yfirburðum 7,80 m. Í 600m stúlkna 13 ára sigraði Jeanne Marie Anne Strepenne á 1:53,30 mín og í langstökki stúlkna 13 ára sigraði Dóra Fríða Orradóttir stökk 4.44 m.

Keppt var í 5000m hlaupi kvenna sem er hlaupið mjög sjaldan innanhúss hérlendis. María Birkisdóttir FH sigraði á 17:37,66 mín og Andrea Kolbeinsdóttir ÍR varð 2. á 17:43,61 mín, fínir tímar hjá stelpunum. Íslandsmetið í greinninni er 17:25,35 mín og er í eigu ÍR-ingsins Fríðu Rúnar Þórðardóttir sett í Bloomington Indiana 4. febrúar árið 1994 (árið áður en að María og Andrea fæddust) en Fríða Rún keppti þá fyrir hönf Aftureldingar.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

X