Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna fór fram í Kaupmannahöfn 27. maí – 1. júlí sl. Í úrvalsliði Reykjavíkur kepptu sjö ÍR-ingar k í frjálsíþróttum og stóðu sig með prýði utan vallar sem innan, en einnig er keppt í handknattleik stúlkna þar sem ÍR átti einnig fulltrúa, og knattspyrnu pilta.
Þetta var mikil og góð reynsla fyrir ungmennin að taka þátt í móti sem þessu og sem þau munu búa að í framtíðinni.
Bestum árangri náði Helena Hallgrímsdóttir í hástökki en hún gerði sér lítið fyrir og sigraði greinina með stökki upp á 1.51 m, þremur cm hærra en næsti keppandi.
Fríða Rún Þórðardóttir tók saman.