Elísabet nær lágmarki á EM U18

Elísabet Rut Rúnarsdóttir í kúlu á Stórmóti ÍR 2018

Elísabet Rut Rúnarsdóttir náði í kvöld lágmarki í sleggjukasti á EM U18 sem fer fram í Györ í Ungverjalandi í sumar. Þrjú af köstum Elísabetar voru yfir 60 m en það lengsta var 61,91 m sem er tæpum sjö metrum yfir lágmarkinu. Kastið er hið fimmta lengsta í Evrópu hjá 17 ára og yngri það sem af er ári og er Íslandsmet í flokki 16-17 ára stúlkna. Þetta er sannarlega góður árangur á fyrsta móti tímabilsins.

Til hamingju Elísabet!

X