Aníta ekki í úrslitum á HM

Aníta Hinriksdóttir á HM í Birmingham mars 2018

Aníta Hinriksdóttir hljóp í undanrásum í 1500 m hlaupi á HM í gærkvöldi. Henni tókst ekki að hlaupa sig inn í úrslitin og hafnaði í áttunda og síðasta sæti í sínum riðli á tímanum 4:15,73 mín, sem er þó nokkuð frá Íslandsmetinu sem hún setti fyrr á árinu og er 4:09,54 mín. Fyrstu tveir keppendur í hverjum riðli komust áfram og svo þeir þrír keppendur sem hlupu á besta tímanum þar fyrir utan.

Í dag fór svo fram í Laugardalshöll bætingamót ÍR í fimmtarþraut og stangarstökki. Í fimmtarþraut 16-17 ára stúlkna var Helga Margrét Haraldsdóttir eini keppandinn. Hún hlaut 3567 stig, hljóp 60 m grindina á 8,94 sek, stökk 1,49 m í hástökki, kastaði kúlunni 13,70 m, fór 4,99 í hástökki og hljóp 800 m á 2:29,10 mín. Árangurinn í kúluvarpi og 800 er bæting hjá Helgu.

Tveir ÍR-ingar náðu bætingu í stönginni á mótinu í dag, þau Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndal (3,15 m) og Úlfur Árnason (3.52 m).

 

X