Arnar með 3. besta tíma Íslendings frá upphafi graphic

Arnar með 3. besta tíma Íslendings frá upphafi

04.03.2018 | höf: María Stefánsdóttir

Arnar Pétursson keppti í 10km götuhlaupi í Leverkusen í dag, 4. mars. Aðstæður voru frábærar auk þess sem brautin var mjög hröð og nánast flöt, og lítið var um beygjur. Keppnin var mikil og þétt sem kom sér vel og náði Arnar að klára sig mjög vel. Hann endaði á þriðja besta tíma Íslendings frá upphafi, 31:05 mín, og hafnaði í 6. sæti en hlaupið vannst á 29:58 mín. Fín bæting um 50 sek á hans besta tíma síðan 2015 og einni og hálfri mínútu hraðar en árið 2017.

Eins og áður segir er Arnar nú með 3. besta tíma Íslendings og stekkur upp úr 6. sætinu en aðeins Jón Diðriksson og Kári Steinn Karlsson eiga betri tíma, 30:11 mín og 30:18 mín. Arnar undirbýr sig nú af kostgæfni fyrir HM í hálfu maraþoni sem fram fer 24. Mars og var hlaupið í dag hluti af þeim undirbúningi.

Óskum Arnari til hamingju með árangurinn.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman.

Mynd: ÍBR

X