Andrea og Arnar Íslandsmeistarar í 5km götuhlaupi

Keppendur í Víðavangshlaupi 2018

Víðavangshlaup ÍR var haldið í 103. sinn í gær, sumardaginn fyrsta. Boðið var upp á tvær vegalengdir, 5 km hlaup og 2,7 km skemmtiskokk.  Hátt í 600 hlauparar á öllum aldri tóku þátt og skemmtu sér hið besta.

Lengri vegalengdin er jafnframt meistaramót Íslands í 5 km götuhlaupi. Þar urðu ÍR-ingar sigursælir og sigrðu bæði í kvenna- og karlaflokki. Hjá konunum voru ÍR konur í tveimur efstu sætunum. Andrea Kolbeinsdóttir varð Íslandsmeistari á tímanum 17:33 mín og Elín Edda Sigurðardóttir önnur á tímanum 18:04 mín. Þriðja var Fjölniskonan Íris Anna Skúladóttir á tímanum 18:45. Eins og í fyrra varð Arnar Pétursson Íslandsmeistari í karlaflokki og var tími hans 15:31 mín. Kristinn Þór Karlsson Selfossi varð annar á tímanum 16:01 og Ingvar Hjartarson Fjölni þriðji á tímanum 16:14 mín.

Í aldursflokkakeppni Víðavangshlaupsins unnu ÍR-ingar hjá piltum og stúlkum í flokki 16-18 ára. Iðunn Björg Arnaldsdóttir kom í mark á tímanum 19:23 og var jafnframt fimmta í kvennaflokki. Mikael Daníel Guðmarsson sigraði hjá piltunum og var tími hans 20:53 mín. Hjá körlum 40-49 ára var Þórólfur Ingi Þórsson fyrstur á tímanum 16:20 mín og var tími hans sá fjórði besti í karlaflokki.

Sigurvegarar í kvennaflokki VÍR 2018
Sigurvegarar í kvennaflokki
Sigurvegarar í karlaflokki VÍR 2018
Sigurvegarar í karlaflokki
X