Hlynur fyrstur undir 14 mín í 5 km hlaupi graphic

Hlynur fyrstur undir 14 mín í 5 km hlaupi

22.04.2018 | höf: María Stefánsdóttir

ÍR-ingurinn Hlynur Andrésson varð í gærkvöld fyrstur Íslendinga til að hlaupa 5 km á undir 14 mínútum þegar hann kom í mark í Virginia Challenge í Charlottesville í Bandaríkjunum á tímanum 13:58,91 mín. Hlynur, sem keppir fyrir Eastern Michigan háskóla, hafnaði í sjöunda sæti, 8,11 sek á eftir fyrsta manni.

Hlynur átti sjálfur fyrra met, 14:00,83 mín sem hann setti fyrir rúmu ári síðan. Þetta er annað Íslandsmetið sem Hlynur setur á rúmum þremur vikum, í lok mars sló hann met Kára Steins Karlssonar í 10 km hlaupi, en einnig á hann Íslandsmetið í 3ja km hlaupi.

X