Æfingar haustannar að hefjast

Hástökk

Viltu æfa skemmtilega íþrótt í frábærum félagsskap? Þá eru frjálsar málið!

Æfingar á haustönn 2018 hefjast á næstu dögum. Við bjóðum upp á æfingar fyrir 1. til 6. bekk í Breiðholtsskóla og frá 1. bekk og upp úr í Laugardalshöll undir handleiðslu reyndra þjálfara.

Nýir iðkendur eru sérstaklega boðnir velkomnir og allir mega koma og prófa áður en gengið er frá skráningu.

Nánari upplýsingar má finna undir Æfingatöflur og gjöld og á ir.is/frjalsar.

Skráning fer fram hér: https://ir.felog.is/

 

X