Guðbjörg og Elísabet valdar til þátttöku á Ólympíuleikum ungmenna graphic

Guðbjörg og Elísabet valdar til þátttöku á Ólympíuleikum ungmenna

31.08.2018 | höf: María Stefánsdóttir

Tvær efnilegar frjálsíþróttakonur úr ÍR, þær Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Elísabet Rut Rúnarsdóttir, hafa verið valdar til þátttöku á Ólympíuleikum ungmenna, sem haldnir verða í Buenos Aires í Argentínu 6.-18. október nk. Guðbjörg Jóna mun keppa í 200 m hlaupi, en hún varð Evrópumeistari 18 ára og yngri og Norðurlandameistari 20 ára og yngri í greininni fyrr í sumar. Elísabet mun keppa í sleggjukasti. Á EMU18 hafnaði hún í áttunda sæti og í því fimmta á NMU20. Þriðju frjálsíþróttamaðurinn í hópnum er kringlukastarinn Valdimar Hjalti Erlendsson úr FH. Brynjar Gunnarsson, þjálfari hjá ÍR, mun vera með þeim ytra sem þjálfari/flokksstjóri.

Auk þeirra taka sex íslensk ungmenni þátt í leikunum, sem ætlaðir eru íþróttafólki á aldrinum 15-18 ára og munu þau keppa í fimleikum, golfi og sundi.

Mynd: ÍSÍ

X