Um helgina lauk 1. umferð í AMF forkeppninni 2016 til 2017. KFR liðar röðuðu sér í efstu sætin eftir milliriðilinn sem var spilaður á sunnudag og fór svo í úrslitum að Gústaf Smári Björnsson úr Keilufélagi Reykjavíkur sigraði. Vann hann Guðlaug Valgeirsson einnig úr KFR í úrslitaleik 246 gegn 201 og þar áður vann hann Skúla Frey Sigurðsson úr KFR með 259 gegn 249.
Ungir ÍR-ingar komust í milliriðilinn og enduðu þeir í 6. til 8. sæti.
Þessir hlutu stig í AMF forkeppninni:
Nafn | AMF stig |
Gústaf Smári Björnsson | 12 |
Guðlaugur Valgeirsson | 10 |
Skúli Freyr Sigurðsson | 8 |
Dagný Edda Þórisdóttir | 7 |
Guðjón Júlíusson | 6 |
Hlynur Örn Ómarsson | 5 |
Þorsteinn Hanning Kristinsson | 4 |
Steindór Máni Björnsson | 3 |
Bjarni Páll Jakobsson | 2 |
Freyr Bragason | 1 |
Sjá nánar úrslit og stöður í AMF.