Gunnar Þór og Linda Hrönn keilarar ársins hjá ÍR

Í dag sunnudag 12.janúar fór fram verðlaunaafhending hjá deildum innan ÍR og afhending á Silfur og Gullmerki ÍR

Hjá keildudeild ÍR voru það Gunnar Þór Ásgeirsson og Linda Hrönn Magnúsdóttir sem að voru keilarar ársins 2024
Gunnar Þór var einnig valin íþróttamaður ÍR 2024

 

Keilari ársins karla og Íþróttamaður ÍR 2024
Gunnar Þór hefur leikið einstaklega vel á árinu 2024. Hann varð í 2. Sæti á RIG2024, Íslandsmeistari einstaklinga 2024, Íslands og bikarmeistari með liði sínu ÍR-PLS. Gunnar Þór varð einnig í öðrusæti í Íslandsmóti í tvímenningi. Gunnar og Linda urðu í öðru sæti í Íslandsmóti Para 2024

Sem Íslandsmeistari tók hann þátt í Evrópubikar landsmeistara fyrir hönd Íslands og  var þar í 17. Sæti.  Gunnar byrjaði nokkuð seint að iðka keilu en hefur náð aðdáunarverðum árangri í greininni. Gunnar Þór hefur verið góð fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

 

 

Keilari ársins kvenna 2024 Linda Hrönn Magnúsdóttir

Linda Hrönn varð í öðru sæti á Íslandsmóti öldunga, Í öðru sæti í Íslands- og Bikarmóti  liða með liði sínu ÍR -TT.  Linda og Gunnar Þór lentu í öðru sæti í Íslandsmóti Para 2024. Linda lenti í þriðja sæti í Íslandsmóti einstaklinga 2024. Einnig má nefna að Linda varð efsta af íslensku konunum á EWC 2024 over all. Linda Hrönn hefur verið góð fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

 

 

 

 

Silfurmerki ÍR – Geirdís Hanna Kristjánsdóttir

Geirdís koma frá Akureyri til okkar í ÍR veturinn 2018 og hefur starfað fyrir félagið alveg frá þeim tíma.
Hún hefur setið í stjórn bæði hér hjá okkur og verið fulltrúi ÍR í stjórn Keilusambandsins í þónokkurn tíma.
Geirdís var kosin formaður deildarinnar á síðasta aðalfundi. Hún er líka einn af okkar starfandi þjálfurum í dag.

 

 

 

 

Gullmerki ÍR – Svavar Þór Einarsson

Svavar hefur starfað fyrir keiluna seinustu 12 ár, fékk silfurmerki ÍR 2019 og er samt ennþá að aðstoða okkur við hin ýmsu verkefni sem koma inn á borð til okkar þó að hann sé farin út úr stjórn deildarinnar. Hann hefur til að mynda skrifað fullt af greinum og sett á heimasíðuna og haft mikið utanumhald utanum hana fyrir okkur og er enn að hjálpa við það.
Svavar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hönd deildarinnar og keiluna í landinu almennt og er enn að.