Nú lítur út fyrir góða Skíðapáska. Í Bláfjöllum er nægur snjór og verðurspá góð.
Í Dimbilvikunni eru yfir 30 krakkar búnar að vera í skipulögðum æfingabúðum Hengils, skíðadeildum ÍR og Víkings. Búið er að vera mikið fjör hjá krökkunum, þjálfurum og foreldrum sem staðið hafa vaktina til að gera þetta mögulegt.
Páskadagskráin byrja svo með Hengilsleikum fyrir 9 ára og yngri, barnamóti sem haldið er af ÍR og Víkingi. Á Föstudaginn Langa væri svo sérstaklega skemmtilegt að sjá sem flesta af gömlum ÍR ingum í skálanum en því miður hafa þeir ekki skilað sér sem skildi úr Hamragili.