Íþróttafélag Reykjavíkur

Haustfundur skíðadeilda ÍR og Víkings = Hengill, þriðjudagskvöld kl 20:00 í Víkinni Fossvogi.
Þar verður farið yfir starfið í haust og vetur, þjálfarar kynntir fyrir alla hópa, haustið og veturinn planlagður, skipað í nefndir og vonandi góðar umræður.
Við erum með mikinn metnað fyrir starfinu í vetur og til að það megi ganga sem best þá þurfum við sem flestar hendur á dekk. Þær nefndir sem þarf að skipa í svo allt gangi sem best eru og óskum við efir sjálfboðaliðum í:
Alpagreinanefnd: Þessi nefnd hefur með faglega þátt þjálfunar og samskipti við þjálfara og foreldra.
Mótanefnd: Skipulagning mótahlds.
Sjoppunefnd: Skipulagning sjoppureksturs
Fjáröflunarnefnd: Skipulagning fjáröflunar fyrir félagið
Andrésar og keppnisferðanefnd: Skipulagning keppnisferða
Fatanefnd:
Skemmtinefnd:
Ferðanefnd: Skipuleggja æfingaferðir innan og utan seasons
Fulltrúar í 16+
Skálanefnd:
Þetta eru nokkrar nefndir og vonandi fáum við góðar viðtökur því það er jú mjög gaman að taka þátt í þessu starfi fyrir börnin okkar.
Það sem hefur gerst í skálamálum í sumar og núna nýlega er að Reykjarvíkurborg er búin að samþykkja að setja upp Varmadælur í skálann og getum við þá hætt að nota rafmagnshitann og ætti það að lækka rekstrarkostnað mikið. Einnig er komið 95% vilirði fyrir starfsmanni sem sér þá um rekstur skálans og þrif.

 

Vonumst til að sjá sem flesta og nýtt fólk sérstaklega boðið velkomið.

X