Nú fer alveg að líða að páskum og þá er oft mikið að gera í fjallinu. Við viljum eins og áður hafa sjoppuna okkar fína og góða eins og hún hefur verið í vetur, fólk sem hefur staðið vaktina hefur staðið sig rosalega vel, sjoppan hefur verið alveg til fyrirmyndar. En það gerist auðvitað ekki nema við hjálpumst að og skiptumst á að standa vaktina.
Á hverri vakt yfir páskana viljum við helst hafa fjóra skráða, það gerum við bæði því það getur verið mikið að gera og eins til að skiptast á. Það er sjálfsagt mál að hver og einn sé aðeins hluta af vaktinni, einhverjir byrji vaktina og aðrir ljúka henni. Þeir sem standa vaktina er frjálst að skipta þessu á milli sín svo lengi sem hún er mönnuð allan daginn og að það sé nóg af fólki í sjoppunni á álagstímum (hádeginu).
Það eru einhverjir skráðir um páskana, einhverjir hafa skráð sig sjálfir og einhverja hefur sjoppunefndin sett á vaktir. En eins og var auglýst fyrr í vetur þá var þeim sem ekki skráðu sig sjálfir settir niður á einhverjar vaktir. Ef þarf að skipta vöktum er það undir ykkur komið að gera það. Ég vil því biðja ykkur um að skoða vaktarplanið vel.
Mig langar að biðja þau ykkar sem ekki hafa lokið tveimur vöktum í vetur um að skrá ykkur á einhverja af þeim vöktum sem eftir eru. Þetta á einnig við um þá sem hafa verið skráðir á vaktir en verið lokað í fjallinu.
Hér er vaktaplanið: Skráningarskjal á sjoppuvakt
Með von um góðar undirtektir
Sjoppunefnd