Á laugardaginn kemur þann 12.Október verður
Adam Blaszczak þjálfari hjá ÍR staddur upp í Keiluhöllinni Egilshöll frá kl. 11 til 13.
Þeir keilarar innan ÍR sem vilja geta farið, leigt braut/notað árskort og fengið tilsögn frá Adam sér að kostnaðarlausu.
Þetta er verkefni hjá okkur í deildinni til að koma til móts við deildarspilara / fullorðna keilara og er ætlunin að hafa þetta á laugardögum í vetur milli kl 10:00 – 12:00.
En þennan laugardag verður það milli 11:00 – 13:00
Adam Blaszczak er nýr hjá ÍR hann spilar með ÍR-A í 2.deild karla og kemur hann til með að sjá um þjálfun fyrir deildarspilara á laugardögum í vetur.
Adam hefur verið í keilu frá árinu 2000 ásamt því að hafa sótt sér mentun í þjálfun ETBF Level og, USBC Silver.
Við ítrekum að þetta er bara í boði fyrir ÍR keilara svo nú er komið að þér að mæta, fá tilsögn og hafa gaman