Páskamót Toppveitinga og ÍR Keiludeildar 2018

Í dag fór fram Páskamót Toppveitinga og ÍR Keiludeildar í Keiluhöllinni Egilshöll. Þetta er fjölmennasta páskamót ÍR hingað til en alls kepptu 51 keilarar. Í lokin fór svo fram happdrætti til styrktar ungmennastarfi ÍR og var þátttakan aldeilis frábær. Við þökkum öllum sem lögðu okkur lið við það, sjá neðar í fréttinni.

Mótið var sem fyrr flokkaskipt samkvæmt meðaltali Keilusambands Íslands og voru úrslit efstu keilara þessi:

Stjörnuflokkur 180 meðaltal og hærra

  1. sæti: Arnar Davíð Jónsson KFR með 750 seríu / 250 í meðaltal
  2. sæti: Alexander Halldórsson ÍR með 696 / 232,0 mtl.
  3. sæti: Andrés Páll Júlíusson ÍR með 685 / 228,3 mtl.

A flokkur 165 – 179,9 í meðaltal

  1. sæti: Sigurbjörn S Vilhjálmsson ÍR með 616 / 205,3 mtl.
  2. sæti: Hannes Jón Hannesson ÍR með 613 / 204,3 mtl
  3. sæti Hafdís Pála Jónasdóttir KFR með 611 / 203,7 mtl.

B flokkur 150 – 164,9 í meðaltal

  1. sæti: Sigurður B Bjarkarson ÍR með 658 / 219,3 mtl.
  2. sæti: Snæbjörn B Þormóðsson ÍR með 631 / 210,3 mtl.
  3. sæti: Hörður F Magnússon ÍR með 550 / 183,3 mtl.

C flokkur 149,9 og undir í meðaltal

  1. sæti: Þorsteinn Már Kristinsson ÍR með 522 / 174 mtl.
  2. sæti: Laufey Sigurðardóttir ÍR með 508 / 169,3 mtl.
  3. sæti: Ásgeir Karl Gústafsson KFR með 497 / 165,7 mtl.

Auk þessara verðlauna þá voru veitt verðlaun fyrir hæsta leik ungmenna pilta og stúlkna undir 18 ára utan verðlaunasæta. Nína Rut Magnúsdóttir KFR var með hæsta leik 95 hjá stúlkum og Mikael Þór Arnarsson ÍR hjá piltum 157.

Einnig voru sömu verðlaun veitt í karla- og kvennaflokki og voru það Nanna Hólm ÍR með 215 og Guðjón Júlíusson KFR með 267 sem hlutu þau verðlaun.

ÍR keiludeild þakkar þátttakendum mótsins fyrir góðan dag á brautunum og stuðningsaðilum mótsins fyrir ómetanlegan stuðning.

IR_2018_Paskamot_04  IR_2018_Paskamot_05  IR_2018_Paskamot_06  IR_2018_Paskamot_07

IR_2018_Paskamot_02  IR_2018_Paskamot_03  IR_2018_Paskamot_08  IR_2018_Paskamot_01

Toppveitingar – Ölgerðin – Keiluhöllin – Shake & Pizza – Hamborgarafabrikkan – Sælgætisgerðin Góa – Subway – Sjóvá – YoYo ís – Ísbúð vesturbæjar – Hreysti – Myllan tertugallerý – Landsbankinn – Scandic Import – Kólus sælgætisgerð – O Johnson & Kaaber – ARKA – Pure Performance – Corefitness – Leanbody

IR_2018_Paskamot_09

X