Ákvörðun stjórnar KLÍ dæmd ógild graphic

Ákvörðun stjórnar KLÍ dæmd ógild

22.03.2018 | höf: Jóhann Ágúst

Fallinn er dómur hjá Dómstól ÍSÍ í máli ÍR Keiludeildar gegn stjórn Keilusamband Íslands (KLÍ).

Forsaga málsins er sú að þann 15. febrúar tók stjórn KLÍ þá ákvörðun að leikur ÍR PLS og KFR Þrasta sem var spilaður kvöldið áður skyldi leikinn aftur. Var það vegna þess að ÍR PLS sem átti heimaleik spilaði leikinn sem útilið og KFR Þrestir því sem heimalið. Bæði lið gerðust þarna “sek” um að hefja leik með rangri uppsetningu og kláruðu leikinn án athugasemda. Eins og keilarar þekkja þá hafa bæði lið sinn heimavöll upp í Keiluhöllinni Egilshöll. Var leikurinn því efnislega rétt leikinn þ.e. allir spiluðu á móti öllum bara rangt lið sem róteraði sínum leikmönnum í 2. og 3. leik viðureignarinnar. ÍR PLS vann leikinn örugglega 14 – 0.

Var það mat stjórnar KLÍ að “.. framkvæmd leiksins hafi verið ófullnægjandi..” og skyldi því leikinn aftur, sjá frétt.

ÍR PLS sætti sig ekki við þessa ákvörðun stjórnar KLÍ og eftir að hafa skoðað málið nánar og reglur sem eiga við var ákveðið að kæra þessa ákvörðun til Dómstóls ÍSÍ. Samkvæmt reglum fer því stjórn deildarinnar með málið áfram og kærir í nafni deildarinnar. Dómur féll í byrjun vikunnar og er nú aðgengilegur á vef Dómstóls ÍSÍ og má sjá hér.

Dómsorð eru:

Felldur er úr gildi úrskurður stjórnar KLÍ, frá 15. febrúar 2018, um að fella úr gildi 14-0 úrslit í leik ÍR-PLS og KFR-Þrasta í Íslandsmóti liða KLÍ í 1. deild. Úrslit leiksins skulu standa óbreytt.

X