Einar Már Björnsson og Hafþór Harðarson sigruðu á Íslandsmótinu í tvímenningi í keilu nú í dag.
Sigruðu þeir KR ingana Elías Borgar Ómarsson og Þorleif Jón Hreiðarsson í þrem leikjum í úrslitum 313 gegn 370 tap í 1. leik, 404 gegn 331 sigur í 2. leik og svo í 3. leik 390 gegn 368. Þeir Einar og Hafþór sigruðu þetta mót síðast árið 2012.
Arnar Sæbergsson og Stefán Claessen urðu svo í 4. sæti og vantaði þeim 168 pinna upp á að komast í úrslitin. Í þriðja sæti á mótinu urðu Guðlaugur Valgeirsson og Skúli Freyr Sigurðsson úr KFR.