Í gærkvöldi hófst forkeppnin fyrir AMF World Cup 2017. Keppnin hófst á 1. riðli 1. umferðar AMF og er núna keppt með ögn breyttu sniði frá því í fyrra. Leikin var ein 4 leikja sería. Næsti riðill verður síðan á laugardaginn kl. 10 og þá kemur í ljós hvaða 8 keilarar komast í milliriðilinn. Hann verður leikinn á sunnudaginn kl. 10 og fara síðan efstu þrír keilararnir í úrslit þar sem 3. sætið keppir við 2. sæti einn leik og sigurvegarinn þar keppir við þann sem varð í efsta sætinu.
Í gær spilaði Guðlaugur Valgeirsson úr KFR best allra en hann spilaði 889 eða 222,25 í meðaltal. Nokkuð læiklegt að hann kemst í milliriðil. Í öðru sæti varð Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR með 798 pinna eða 199,5 og í þriðja sæti varð Steindór Máni Björnsson úr ÍR með 787 pinna eða 196,75 í meðaltal.
Lokastaðan í gær var annars þessi:
Nr. | Nafn | Félag | Besta sería | Meðalt. |
1 | Guðlaugur Valgeirsson | KFR | 889 | 222,25 |
2 | Hlynur Örn Ómarsson | ÍR | 798 | 199,50 |
3 | Steindór Máni Björnsson | ÍR | 787 | 196,75 |
4 | Freyr Bragason | KFR | 784 | 196,00 |
5 | Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson | KR | 768 | 192,00 |
6 | Þórarinn Már Þorbjörnsson | ÍR | 767 | 191,75 |
7 | Stefán Claessen | ÍR | 758 | 189,50 |
8 | Kristján Þórðarson | KR | 755 | 188,75 |
9 | Jóhann Ársæll Atlason | KFA | 755 | 188,75 |
10 | Jóel Eiður Einarsson | KFR | 749 | 187,25 |
11 | Gústaf Smári Björnsson | KFR | 747 | 186,75 |
12 | Svavar Þór Einarsson | ÍR | 734 | 183,50 |
13 | Ragna Guðrún Magnúsdóttir | KFR | 714 | 178,50 |
14 | Guðný Gunnarsdóttir | ÍR | 712 | 178,00 |
15 | Bharat Singh | ÍR | 674 | 168,50 |
16 | Guðmundur Sigurðsson | KFA | 657 | 164,25 |