Í kvöld var skrifað undir samninga við þjálfara keiludeildar ÍR. Unnið hefur verið að því að efla þjálfun keiludeildar og var m.a. Robert Anderson fenginn til landssins í vor. Þjálfaramál hafa nú verið í góðum málum fram að þessu en í kvöld var tekið stórt skref með því að klára samninga við þá. Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Bergþóru Rós Ólafsdóttur, Guðmund Jóhann Kristófersson, Jóhann Ágúst Jóhannsson formann deildarinnar, Stefán Claessen yfirþjálfara og Þórarinn Má Þorbjörnsson. Laufey Sigurðardóttir forfallaðist.
Keiludeild ÍR fagnar þessum tímamótum og óskar þjálfurunum velfarnaðar í starfi deildarinnar.